Algengar spurningar

Hvað tekur langan tíma að fá vöruna í hendurnar? 🎁
Það tekur 1-3 virka daga að fá vöruna með póstsendingu. 
Til dæmis ef vara er pöntuð á mánudegi 1. júlí ætti hún að berast 2.-4. júlí.

Hvaðan eru vörurnar ykkar? 🔅
Við flytjum vörurnar okkar inn frá Evrópu, aðallega Frakklandi og Bretlandi.
Við leggjum metnað í að vera aðeins með vandaðar vörur. 

Ef flíkin passar ekki get ég skipt henni?🙏
Já það er ekkert mál. Það er 14 daga skilafrestur á vörum hjá okkur.
Varan þarf að vera í upprunalegu ástandi og ónotuð. Varan er þá endurgreidd að fullu.

Er hægt að máta? 💃
Já, lagerinn okkar er í heimahúsi í Hafnarfirði.
Ef þú vilt máta sendu okkur þá skilaboð á facebook síðunni okkar og við finnum tíma.

Get ég sótt vöruna? 🚗
Já,þú velur Sækja þegar þú gengur frá kaupunum og hefur svo samband á facebook Við finnum þá tíma í sameiningu.

Hvað kostar að fá sent? 😍
Sendingarkostnaður er frá 290-990 kr. Frí sending á pöntunum yfir 10.000 kr. 

Hvaða greiðslumöguleika bjóðið þið upp á? 🤑
Viðskiptavinir okkar geta greitt með kreditkortum eða debetkortum, millifærslum, Netgíró eða með peningum þegar vörur eru sóttar.
Allar kortagreiðslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Valitor og engar kortaupplýsingar eru geymdar eða sjást hjá Mílanó ehf.

Hvernig er greitt með debetkorti? 
Þú velur "Kreditkort eða debetkort" sem greiðslumöguleika þegar þú ert komin í körfuna.
Svo þarftu að skrifa kennitölu og tékkaábyrgðarnúmer á debetkortinu. Tékkaábyrgðanúmer er 10 stafa númer aftan á debetkortinu.
Einfaldara getur það ekki verið :) 

 

  • Visa
  • MasterCard